Potentilla nivea

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
nivea
Íslenskt nafn
Jöklamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
-20 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur allt að 20 sm hár, næstum hárlaus til silkihærður.
Lýsing
Grunnlauf handskipt, smálauf 3 talsins, allt að 2,5 × 0,5 sm, egglaga, tennt, græn og ögn hærð ofan. Legglauf venjulega minni, axlablöðin brún, sýllaga, dúnhærð ofan, með hvíta, þykka, hæringu á neðra borði. Blómin allt að 12 í endastæðum kvíslskúfi. Bikarblöð lensulaga, utanbikarblöðin bandlaga, styttri en eða jafn löng og bikarblöðin. Krónublöðin 9 mm, öfughjartalaga, gul, lítið eitt lengri en bikarblöðin.
Uppruni
Norðurhvel.
Harka
3
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur undir þessu nafni, sem sáð var til 2006, 2009 og 2010, þrífast vel.