Potentilla peduncularis

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
peduncularis
Íslenskt nafn
Satínimura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Sverir uppréttir - uppsveigðir stönglar.
Lýsing
Fjölæringur með langa, uppsveigða jarðstöngla, blómstönglar 10-20 sm, uppréttir eða uppsveigðir. Lauf 10-20 sm, smálauf 1-4 sm, mörg, aflöng, sagtennt, slétt eða silkihærð ofan. Blóm eru 2 sm í þvermál, fá, í hálfsveip, gul.
Uppruni
Himalaja.
Harka
7
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í breiður, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í Lystigarðium er til ein planta sem sáð var til 1991. Harðgerð og hefur reynst vel í garðinum.