Potentilla rupestris

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
rupestris
Íslenskt nafn
Klappamura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-september.
Hæð
40-50 sm
Vaxtarlag
Dúnhærður fjölæringur með beina eða bogsveigða blómstöngla.
Lýsing
Fjölæringur allt að 45 sm hár. Lauf fjaðurskipt, smálauf 5-7 talsins, allt að 4 × 3,5 sm, ydd til næstum bogadregin í oddinn, jaðrar tví-bogtenntir, laufin græn, dúnhærð ofan og neðan. Blóm skállaga eða bollalaga, allt að 2 sm í þvermál, eitt til mörg á blómstönglinum sem getur verið allt að 60 sm hár. Bikarblöð þríhyrnd, utanbikarblöð lensulaga, styttri en bikarblöðin. Krónublöðin hvít, allt 14 mm, lengri en bikarblöðin.
Uppruni
N Bandaríkin, V & M Evrópa.
Harka
5
Heimildir
= 1, http://www.perhillplants.co.uk
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í skrautblómabeð, í þyrpingar, í steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til þrjár plöntur sem sáð var til 1988, 1990, 1992, allar þrífast vel. Harðgerð tegund sem sómir sér víða.