Potentilla uniflora

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
uniflora
Íslenskt nafn
Putamura*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
5-16 sm
Vaxtarlag
Putamura er fjölæringur með upprétta eða uppsveigða stöngla, 5-15 sm háa sem koma upp úr greinóttum rótarstönglinum.
Lýsing
Grunnlauf eru með granna leggi og 3 djúptennt, oddbaugótt lauf, 1-2 sm löng, 1-2 stakstæð stöngullauf eru lík grunnlaufunum en minni. Neðra borð laufa og efri hluti stönglanna eru þaktir þéttu, löngu, flóknu, gráu hári, en efra borð laufa og laufleggir og neðri hluti stöngalanna eru lítt þaktir stinnu, beinu hári, 1-2 blóm með legg eru efst á stönglinum. Þau eru skállaga með 5 lensulaga langhærð bikarblöð, 3-4 mm löng, 5 gul, aflöng krónublöð, 4-5 mm löng með grunnflipóttan odd, 20 fræfla og fjölda fræva. Grannur stíllinn er næstum við topp smáhnetunnar, sem er fínlega ósléttar við grunninn.
Uppruni
Arktísk fjallaplanta, V Bandaríkin, V Kanada.
Heimildir
= http://fieldguide.ml.gov, http://plants.usda.gov, http://www.fleurssauvages.ca
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beðkanta.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 2010. Smávaxin tegund, sem stundum ´fellur´ fyrir arfasköfunni ef fólk aðgætir ekki hvað það er að gera.