Potentilla villosa

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
villosa
Íslenskt nafn
Loðmura
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gullgulur.
Blómgunartími
Júlí-september.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Lág- og þéttvaxin planta með þrífingruð lauf.
Lýsing
Þýfður fjölæringur, 10-30 sm hár og um 30 sm breiður. Kröftugir stönglar, sem vaxa upp af greinóttum stöngulstofni. Stönglarnir eru þétt þaktir langæum sinuleifum af dökkbrúnum axlablöðum. Lauf þrífingruð, smálauf leðurkennd, gróftennt, dökk-grágræn og dúnhærð ofan, með grænhvíta lóhæringu og áberandi æðastrengi neðan. Blómin fá, stór, 2-3 sm í þvermál, utanbikarblöð oddbaugótt til egglaga, álíka löng og egglaga-þríhyrnd bikarblöðin eða lengri. Hvert blóm skállaga, með marga fræfla og 5 gullgul krónublöð, sem eru með greinilega sýlingu í endann og appelsínugulan blett við nöglina, þau eru breið-öfughjartalaga, stíllinn næstum toppstæður, breiður við grunninn. Blómin ná rétt upp fyrir laufið.
Uppruni
NV N-Ameríka.
Heimildir
= 23, http://www.perhillplants.co.uk, http://www.wildflower.org
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í kanta. Náttúrulegir vaxtarstaðir eru strandklappir, heimskautatúndra, klettaskorur og skriður.
Reynsla
Í Lystigarðinum eru til tvær plöntur sem sáð var til 1989 og 1999, báðar þrífast vel. Harðgerð hérlendis, ekki mikið ræktuð enn sem komið er.