Potentilla visianii

Ættkvísl
Potentilla
Nafn
visianii
Íslenskt nafn
Serbamura*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 40 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur sem myndar þúfur eða litla hnausa, dúnhærður og með lengri (en dúnhæringin) útstæð kirtilhár.
Lýsing

Jurt, allt að 40 sm há. Laufin fjaðurskipt, samsett úr 11-17 smálaufum. allt að 2,5 × 1,5 sm, öfugegglaga til fleyglaga til egglaga, hærð, jaðrar 2-7 tenntir. Blómstönglar uppréttir eða uppsveigðir, 30-40 sm langir. Blómin eru 1,8-2,2 sm í þvermál, gul, yfirleitt mörg í strjálblóma, endastæðum kvíslskúf, blómleggir 10 mm eða lengri. Bikarblöð lensulaga, krónublöðin öfughjartalaga, 10 mm, lengri en bikarblöðin.

Uppruni
NV Balkanskagi.
Harka
5
Heimildir
= 1, http://encyclopaedia.alpinegardensociety.net
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, beð;.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta undir þessu nafni, sem sáð var til 1998.