Primula auricula

Ættkvísl
Primula
Nafn
auricula
Íslenskt nafn
Mörtulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Föl-sítrónugulur til djúpgullgulur.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Lágvaxin jurt, hvirfingar af stórum þykkum, leðurkenndum, mélugum laufum.
Lýsing
Lauf 1,5-12 x 1-6 sm, kringlótt til snubbótt lensulaga, heil eða hvasstennt, græn eða hvítmélug, jaðar grænn til hvítur, sléttur með kirtla eða kirtilhár.Blómstönglar allt að 16 sm, beinir, grænir til hvítir með 2-30 blóm. Króna 1,5-2,5 sm í þvermál, fölsítrónugul til djúpgullgul, trektlaga til flöt skífa, venjulega með mélugt hvítt auga. Krónupípan 7-13 mm, flipar skarast venjulega, sýldir.
Uppruni
Alpa-, Karpata- og Apenninafjöll.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti (skipta þarf af og til), sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í skrautblómabeð, í kanta.
Reynsla
Tegund og yrki af henni hefa reynst afar vel í garðinum og óhætt að mæla með henni í ræktun. Þolir illa að standa í mikilli bleyti að vetrum, yngja reglulega upp með skiptingu.
Yrki og undirteg.
Nokkrar deilitegundir og afbrigði eru til af Mörtulykli. ---- Sú sem hefur lifað hvað lengst í LA er Primula auricula ssp. auricula v. albocincta (sjá mynd). Mjög flott lágvaxin steinhæðarplanta sem myndar miklar hvirfingar af stórum þykkum grágrænum blöðum. Blómgast í lok maí eða byrjun júní. Blómin ljósgul með hvítu auga í sveip á stöngulendum 10-15 sm langra stöngla, sveipurinn lútandi, margblóma. Blóm hvítmélug í blómgininu. Blöð þykk og stíf, löng, fleyglaga, ljósgrágræn, mikið mélug. Blaðjaðrar hvítir af kalkútfellingum. Þolir illa að standa í mikilli bleytu að vetrinum. Fjölgað með skiptingu eða sáningu. Þessi tegund á sér ekki nein náttúruleg heimkynni, heldur er þetta ræktað úrval úr mjög mélugum mörtulyklum en þeir eru nokkuð breytilegir í náttúrunni. Sumar heimildir telja þetta þó náttúrulegan blending frá Slóveníu. Í steinhæð frá 1992 og er eitt af mínum uppáhalds vorblómum. Heimk.: Dolomíta fjöll - skv. EGFssp. auricula - Lauf heilrend, blóm sítrónugul.ssp. ciliata - (Moretti) Lüdi. Lauf kringlótt, ekki hvítmélug, löng hár á blaðjöðrum, blóm gullgul. Heimk.: Alpa, Karpata og Appennínafjöll.