Primula beesiana

Ættkvísl
Primula
Nafn
beesiana
Íslenskt nafn
Hæðalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Bleik-fagurrauður (með gulu auga).
Blómgunartími
Síðsumars .
Hæð
30-40(-50) sm
Vaxtarlag
Blómstönglar allt að 40 sm, blómin í hæðum, í 2-8 blómkrönsum, 8-16 blóm í hverjum kransi. Blöð að 22 sm, öfuglensulaga eða öfugegglaga, mjókka niður í grunninn, tennt.
Lýsing
Lauf allt að 22 x 6 sm, öfuglensulaga til öfugegglaga, mjókka að grunni, óreglulega tennt, aðeins mélug á neðra borði. Blómstilkar að 40 sm, mélugir ofan til. Blóm í 2-8 krönsum með 8-16 blóm í hverjum kransi. Blómstilkar 1-3 sm, mélugir. Bikar tæplega 1 sm, sívalur til bjöllulaga. Blóm um 2 sm í þvermál, fagurrauð með gulu auga. Pípa að 1,5 sm, gul.
Uppruni
V Kína (Yunnan, Sichuan) í 2400-2800 m hæð.
Sjúkdómar
Engir.
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf oft, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skýld skrautblómabeð.
Reynsla
Þarf skjólgóðan stað. Í N1-O frá 2000 og hefur staðið sig með prýði ? blómgast mikið og lengi.