Primula bulleyana

Ættkvísl
Primula
Nafn
bulleyana
Íslenskt nafn
Kransalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, skjól.
Blómalitur
Djúp appelsínugulur.
Blómgunartími
Sumar-síðsumars.
Hæð
30-60 sm
Vaxtarlag
Lík sunnulykli (Primula prolifera) en laufblöð fíntennt, öfuglensulaga, sumargræn, miðstrengur rauður.
Lýsing
Blöðin 12-35 x 3-10 sm, egglaga til egglaga-lensulaga, snubbótt, mjókka í grunninn. Blómstilkar stinnir, allt að 60 sm, blóm í 3-6 krönsum á hverjum stilk. Blómstilkar og bikarar mikið hvítmélugir. Bikar allt að 8 mm, bollalaga, bikarflipar allaga. Knúppar venjulega rauðir en opnast í dökkgul til fölappelsínugul blóm sem eru alltaf á mislöngum leggjum (ssp. bulleyana).
Uppruni
SV Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf oft, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skýld skrautblómabeð.
Reynsla
Ekki mikil reynsla en lofar góðu.
Yrki og undirteg.
var. leucantha (Balfour & Forrest) Fletcher. Blóm hvít með gullgult auga. Heimkynni: Kína. ------ssp. beesiana (Forrest) Richard. Blóm bleik-fagurrauð með gult auga. Pípan appelsínugul, bikarflipar mjóir en ekki allaga. Heimkynni: Kína (Yunnan) ------- Heimild 2 => Primula beesiana hæðalykill sem er löglega nafnið skv. Kínversku flórunni.