Primula burmanica

Ættkvísl
Primula
Nafn
burmanica
Íslenskt nafn
Burmalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
Réttara: P. beesiana Forrest.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Purpura/gult auga.
Blómgunartími
Síðla vors-snemm sumars.
Hæð
40-60 sm
Vaxtarlag
Lík P. bulleyana en aðeins mélug innnan á bikarflipunum.
Lýsing
Lauf að 30 x 8 sm, öfuglensulaga, tennt, snubbót, mjókka í vængjaðan blaðstilk, dökk mattgræn með purpuralitri miðtaug. Blómstönglar stinnir, um 60 sm með 3-6, 10-18 blóma krönsum. Blóm um 2 sm í þvermál, purpuralit til skarlatsrauð með græn-appelsínugult auga. Krónupípa um það bil 2 x lengri en bikarinn. Stoðblöð um 2,5 sm löng. Blómstilkar að 2 sm langir. Bikar að 1 sm, flipar bandlaga
Uppruni
Burma, Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð á skýldum stöðum.
Reynsla
Oft skammlíf í ræktun, en bráðfalleg tegund. Hefur verið í Lystigarðinum af og til í gegn um tíðina.