Primula carniolica

Ættkvísl
Primula
Nafn
carniolica
Íslenskt nafn
Balkanlykill*
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurableikur.
Blómgunartími
Apríl-maí.
Hæð
5-20 sm
Vaxtarlag
Lauf ekki mélug, 2-15 x 1-4 sm, öfugegglaga til öfuglensulaga, næstum heilrend eða grunntennt við oddinn, glansandi, kjötkennd, jaðrar með mjóa brjóskrönd, hárlaus, mjókka að vængjum legg.
Lýsing
Blómskipunarleggur 5-20 sm, blómskipun með 2-15 blóm, stöðblöð 1-7 mm, egglaga til þver-egglaga, meira eða minna himnukennd, blómleggir 2-20 mm, bikar 3,5-7 mm, bjöllulaga, flipar þríhyrndir, snubbóttir, krónan purpurableik allt að 2 sm í þvermál, gin hvítmélugt, flipar öfughjartalaga.
Uppruni
Slóvenia (fjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1, www.iucnredlist.org/details/161964/0, www.vlada.si/en/about-slovenia/geography/pearls-of-the-floral-wealth-of-slovenia/carniolan-primrose-primula-carniolica/
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í beð. Einlend tegund, í útrýmingarhættu.