Primula clusiana

Ættkvísl
Primula
Nafn
clusiana
Íslenskt nafn
Klappalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Skær rósrauður.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
5-10 sm
Vaxtarlag
Plantan myndar hálfkúlulaga þúfu af dökkum blaðhvirfingum.
Lýsing
Laufin allt að 6 x 2,5 sm, egglaga til lensulaga, dökkgræn, hárlaus á efra borði með litlaus kirtilhár á jörðrunum, að minnsta kosti sumir kirtlanna með stuttan stilk, hárendar litlausir eða því sem næst.Blómstönglar allt að 8 sm við blómgun, með kirtilhár, grænir. Blóm 1-4, stoðblöð allt að 1,8 sm, venjulega band-lensulaga, purpuraleit. Króna 1,5-4 sm í þvermál, víðtrektlaga, skær rósrauð með hvítt auga, blánar með aldri. Krónupípa um það bil 2 x bikarinn, hver flipi skertur til hálfs í 2 breiðútstæða, snubbótta hluta.
Uppruni
NA Alpafjöll.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipt þarf oft, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í skrautblómabeð, sem undirgróður.
Reynsla
Í N1-M15 frá 1983 og staðið sig þokkalega - sagður misjafnlega duglegur að blómstra í Reykjavík, afar líkur breiðulykli en með fleiri blóm í sveip