Primula cockburniana

Ættkvísl
Primula
Nafn
cockburniana
Íslenskt nafn
Iðunnarlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Dökkappelsínugulur til tígulsteinsrauður.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Fremur fíngerð tegund, skammlíf, oftast tvíær. Jarðstöngull grannur, venjulega með eina áberandi blaðhvirfingu.
Lýsing
Lauf allt að 5-10(-12) x 1,6-4,8 sm, öfugegglaga, jarðlæg til upprétt, mjókka snögglega í vel afmarkaðan lauflegg, ekki mélug, miðstrengur hvítur, jaðrar smátenntir og reglulega tenntir.Blómstilkar lengri en lautin, grannir, hvítmélugir, að minnsta kosti á liðunum, 1-3 kransa, 3-8 blóma. Blóm á nokkuð jafnlöngum, nær láréttum blómleggjum, allt að 3 sm langir, grannir, mélugir. Bikar allt að 7 mm, bjöllulaga, silfurmélugur. Blóm að 1,5 sm í þvermál, flöt skífa með kraga, dökkappelsínugul til skarlatsrauð. Krónupípa um það bil 2 x lengri en bikarinn, mjó-sívöl. Flipar öfugegglaga, venjulega 2 x lengri en breiðir og heilrendir.
Uppruni
SV Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2, 12
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf plöntunni á 2-3 ára fresti til að hún lifi, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð.
Reynsla
Hefur þrifist vel í garðinum en þarf að endurnýja reglulega. Vex í rökum engjum og skógajöðrum í 2900-4200 m hæð í heimkynnum sínum.