Primula deorum

Ættkvísl
Primula
Nafn
deorum
Íslenskt nafn
Deslykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Sterk fjólublápurpura til rauðpurpura.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
20-25 sm
Vaxtarlag
Plantan ekki mélug.
Lýsing
Lauf 2-20 sm x 4-25 mm, mjó öfuglensulaga til aflöng, ydd eða snubbótt með kirtla á kafi á efra borði, heilrend, brjóskennd, neðri lauf upprétt. Blómstönglar allt að 25 sm háir. Sveipur gisblóma, einhliða, með 3-20 blóm. Stoðblöð 3-10 mm, mjólensulaga. Króna kragalaus, trektlaga, sterkfjólublá-purpura eða rauðpurpura. Krónupípan 1-1,5 sm, krónutunga 1-1,5 sm breið, flipar öfugegglaga og ögn sýldir.
Uppruni
SV Búlgaría (fjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í ker, í kanta.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum - í F1-C frá 1995 og staðið sig með prýði