Primula firmipes

Ættkvísl
Primula
Nafn
firmipes
Íslenskt nafn
Mjölvalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
Syn.: Primula deleiensis Kingdon Ward; P. firmipes subsp. flexilipes (I. B. Balfour & Forrest) W. W. Smith & Forrest; P. flexilipes I. B. Balfour & Forrest.
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól (hálfskuggi).
Blómalitur
Ljósgulur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
10-40 sm
Vaxtarlag
Þétt blaðhvirfing, uppréttir blómstilkar, blóm drúpa.
Lýsing
Lauf í þéttri blaðhvirfingu (rósettu). Blaðstilkar 2-20 sm, mjóvængjaðir, slíðraðir við grunn. Blaðkan egglaga til egglaga til aflöng eða nær kringlótt, grunnhjartalaga í grunninn, djúp bugtennt-sagtennt, snubbótt, aðeins kirtilhærð á efra borði en hárlaus á því neðra.Blómstilkar 10-40 sm, gulmélugir ofan til. Krónublöð sýld eða tennt, 2-8 í sveip, drúpandi og ilma, blómleggir 1-4 sm, kirtilhærðir, oft mélugir ofan til, krónublöðin fölgul. Bikar bjöllulaga, 5-8 mm, kirtilhærður +/- mélugur á ytra borði. Aldinhulstur sívöl um það bil jafn löng eða aðeins lengri en bikarinn.
Uppruni
A Himalaya, V Kína, N Burma.
Heimildir
= 1,2 + kínverska flóran
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur reynst ágætlega fyrir norðan. Í N1-M20 (88) og F1-E14 (94) og hefur þrifist þar með ágætum. Vex á grýttum, rökum engjum, við árbakka og í rökum skógarjöðrum í 3000-4500 m hæð í heimkynnum sínum.
Útbreiðsla
Blóm mjölvalykils (P. firmipes) minna á blóm fellalykils (P. alpicola), en laufin á lauf friggjarlykils (P. florindae).