Primula frondosa

Ættkvísl
Primula
Nafn
frondosa
Íslenskt nafn
Blúndulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Bleiklilla til purpurarauð með gult auga.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Lík gefnarlykli (P. farinosa) en er stórgerðari og oft með margar blaðhvirfingar.
Lýsing
Ung laufblöð að 10 sm, spaðalaga eða öfugegglaga, fínlega bogtennt-hvasstennt en verða bylgjuð-tennt með aldrinum, hrukkótt, dökkgræn, aldrei mélug á efra borði, stoðblöð ekki útblásin við grunn. Bikar meira bjöllulaga en hjá gefnarlykli og flipar mjóyddari, blóm alltaf með mislanga blómleggi (á plöntum í ræktun), blómin að 1,5 sm í þvermál bleiklilla-purpurarauð með gulu auga.
Uppruni
Balkanskagi, M Búlgaría.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að hausti, skipta þarf oft, helst annað hvert ár, sáning að hausti, auðveldur í uppeldi af fræi.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í hleðslur, í beð.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis.