Primula geraniifolia

Ættkvísl
Primula
Nafn
geraniifolia
Íslenskt nafn
Rjóðurlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Rósrauður eða purpura.
Blómgunartími
Sumar-síðsumars.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Plöntur sem skríða ögn.
Lýsing
Laufblaðkan 3-8 x 3-8 sm, nýrlaga, grunnur hjartalaga, flipar 7-9, hvassyddir, venjulega grunnskert en stundum djúpskert eða skipt, snubbótt og reglulega tennt, dökkgræn með purpuraslikju, stundum gljáandi með löng, strjál hár á efra borði. Blaðleggir 4-13 sm með þétt, brún hár. Blómstönglar 10-30 sm, grannir, hærðir með 1-2 sveipi, 2-12 blóm í hverjum sveip, blómin útstæð eða drúpandi. Blómleggir 5-15 mm, hærðir, verða uppréttir við aldinþroskann. Bikar 5-10 mm, bjöllulaga venjulega rauðleitur. Flipar venjulega 3-tauga. Krónan 1-2 sm í þvermál, bollalaga, ekki með kraga eða hann er ógreinilegur, rósrauð eða purpura, oft með hvítt auga. Krónupípa mjó, sívöl, nær fram úr bikarnum, flipar breiðastir í oddinn, heilrendir, sýldir eða skipt í 2 bogadregan hluta. Fræni 2-skipt. Fræhýði nær venjulega ögn fram úr bikar.
Uppruni
A Nepal, Indland, NA Bútan, SV Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í kanta, sem undirgróður, austan og norðan við hús.
Reynsla
Stutt og stopul reynsla. Vex best í frjóum, rakaheldum jarðvegi á skuggsælum stað.