Primula glaucescens

Ættkvísl
Primula
Nafn
glaucescens
Íslenskt nafn
Mararlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Bleiklilla.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
10-15 sm
Vaxtarlag
Lík P. clusiana en laufin hvassydd, jaðrar hárlausir með smáar bogtennur, bikar sívalari, flipar mjóir, hvassyddir.
Lýsing
Lauf 1-10 x 0,5-2,5 sm, breiðlensulaga til aflöng, silkihærð, stinn, gljáandi, hárlaus, kalkrendur á jöðrum, aðeins bogtennt, ydd, mjókka að grunni. Krónublöð djúpsýld, 3-5 blóm í hverjum sveip, hvert blóm um 2,5 sm í þvermál. Krónupípa nær aðeins lítið fram úr bikarnum.
Uppruni
N Ítalía (fjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, fremst í beð þar sem framræsla er í góðu lagi.
Reynsla
Hefur reynst vel bæði norðan- og sunnanlands.