Primula glutinosa

Ættkvísl
Primula
Nafn
glutinosa
Íslenskt nafn
Kvoðulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hreinblár, bláfjólublár eða stokkrósableikur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Þykkir, marggreindir jarðstönglar. Grænu hlutar plöntunnar þaktir fjölmörgum, stuttum kirtilhárum. Öll plantan meira og minna límug.
Lýsing
Blöðin stinn, matt-gljáandi með brjósk á sagtenntum jöðrum. Lauf allt að 6 sm löng, 1 sm breið, öfuglensulaga til mjó-aftlöng. Blómin fjölmörg, umlukt breiðum blöðum, 2-8 blóm í sveip. Stoðblöð 4-12 mm breið egglaga til aflöng. Blómleggir allt að 2 mm. Blóm um 2 sm í þvermál, blómlitur breytilegur, hreinblár, bláfjólublár eða stokkrósableikur. Hvítblóma form eru einnig til. Blóm ilmsterk.
Uppruni
A Alpar, M Balkanskagi (fjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2, 12
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Lítt reynd, er í uppeldi sem stendur. Hefur snjóskýli að vetri í sínum náttúrulegu heimkynnum.
Yrki og undirteg.
Kvoðulykill (Primula glitinosa) er sú tegund þessarar deildar sem erfiðast er að rækta, lík í ræktun og deslykill (P. deorum) og alpalykill (P. integrifolium).