Primula halleri

Ættkvísl
Primula
Nafn
halleri
Íslenskt nafn
Dorrulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Lillalit.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Líkur gefnarlykli (P. farinosa) en er grófgerðari, gul mélugur.
Lýsing
Lauf 2-8 sm x 5-30 mm, uppréttari og stinnari en hjá gefnarlykli. Blómstönglar 15-30 sm við fræþroska og sverari. Blómskipunin venjulega einhliða með allt að 20 blómum á jafnlöngum blómleggjum, bikar 8-12 mm, sívalur með 5 rif. Blóm 1,5-2 sm í þvermál, lillalitur, pípa allt að 3 sm, rauðleit, sívöl.
Uppruni
Alpar, Karpatafjöll, Balkanskagi (fjöll).
Harka
5
Heimildir
= 1, 2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Er í uppeldi hér - hefur reynst nokkuð vel í Grasagarði Reykjavíkur.