Primula integrifolia

Ættkvísl
Primula
Nafn
integrifolia
Íslenskt nafn
Alpalykill*
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Rósrauður til purpura.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
10 sm
Vaxtarlag
Plöntur kirtilhærðar, ekki mélugar. Myndar litlar þúfur af litlum, sumpart lauffellandi blaðhvirfinga þétt við jörð.
Lýsing
Lauf 1-6 sm x 5-12 mm, lensulaga, bogadregin til snubbótt, heilrend, kjötkennd. Blómstönglar lengjast í 7 sm við aldinþroskann, 1-3 blóm á hverjum stilk. Stoðblöð allt að 1 sm, lík laufunum, oft rauðleit. Króna allt að 2 sm í þvermál, bollalaga, rósrauð til purpura, venjulega ekkert auga. Krónupípa allt að 2 x bikarinn, dökk, flipar þríhyrndir, breiðast í oddnn, djúpskiptir.
Uppruni
Frakkland, Spánn (Pyreneafjöll), NV-Austurríki, N Ítalía (Alpafjöll), M & A Sviss.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í ker, í kassa, framan til í beð.
Reynsla
Í N1 frá 1995 - hefur þrifist þar með ágætum.