Plöntur kirtilhærðar, ekki mélugar. Myndar litlar þúfur af litlum, sumpart lauffellandi blaðhvirfinga þétt við jörð.
Lýsing
Lauf 1-6 sm x 5-12 mm, lensulaga, bogadregin til snubbótt, heilrend, kjötkennd. Blómstönglar lengjast í 7 sm við aldinþroskann, 1-3 blóm á hverjum stilk. Stoðblöð allt að 1 sm, lík laufunum, oft rauðleit. Króna allt að 2 sm í þvermál, bollalaga, rósrauð til purpura, venjulega ekkert auga. Krónupípa allt að 2 x bikarinn, dökk, flipar þríhyrndir, breiðast í oddnn, djúpskiptir.
Uppruni
Frakkland, Spánn (Pyreneafjöll), NV-Austurríki, N Ítalía (Alpafjöll), M & A Sviss.