Primula involucrata

Ættkvísl
Primula
Nafn
involucrata
Íslenskt nafn
Harnarlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Hvítur, bleikur eða fölpurpura með gult auga.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
10-30 sm
Vaxtarlag
Auðþekktur á blöðunum sem minna allmjög á súrublöð.
Lýsing
Laufin lítil, safamikil, minna einna helst á lítil súrublöð, egglaga-sporbaugótt, oftast heilrend á grönnum blaðstilkum, blaðkan allt að 4 x 2,5 sm. Blómstönglar fjölmargir, 10-30 sm með 4-10 blóm í hverjum sveip, blómstilkar og bikarblöð rauðleit. Blóm mislegglöng. Bikar allt að 8 mm, bjöllulaga með 5 rif. Blóm 1,5-2 sm í þvermál, flöt skífa, hvít, bleik eða fölpurpura með gulu auga, samhverf, krónupípa um það bil 2 x bikarinn, flipar íhvolfir, skarast, breiðsýldir.
Uppruni
Himalajafjöll, Pakistan, SV Kína.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í beð.
Reynsla
Hefur verið lengi í ræktun í garðinum til dæmis í N1-M, þrífst vel og blómgast mikið árlega.
Yrki og undirteg.
ssp. involucrata - blóm hvítleit eða fölbleik. Heimk.: V Himalaya ------ssp. yargongensis (Petit.) W.W. Smith & Forrest. Blóm djúpbleik eða purpurealit. Heimk.: A Himalaya, V Kína.