Primula ioessa

Ættkvísl
Primula
Nafn
ioessa
Íslenskt nafn
Klukkulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljós eða fölfjólublár, hvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Minnstur í þessari deild lykla. Líkist helst P. waltonii en er allur minni og fíngerðari.
Lýsing
Lauf 6-20 x 1-2.5 sm, mjó aflöng eða öfuglensulaga til spaðalaga, skarpar og djúpar tennur, snubbótt, mjókka í grunninn í vængjaðan lauflegg. Blómstönglar 10-30 sm, blóm ilmandi, trektlaga með stutta krónusepa. Blómin í 2-8 blóma sveip á fremur grönnum, stuttum, lítillega gulmélugum leggjum (1-6 sm), bleik-ljóspurpurarauð, lillablá-blá eða hvít, mélug í auga. Stoðblöð band til band-lensulaga 0,5 -1,5 sm, dálítið gulmélug með purpuralitum rákum. Bikar bjöllulaga, 7-8 mm, ögn mélugur með purpuralitri slikju á ytra borði, mjög mélugur á innra borði, skiptur að miðju, æðóttur. Fræhulstur sívöl, um það bil jafnlöng og bikar.
Uppruni
Kína, SA Tíbet.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2 + kínverska flóran
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skrautblómabeð, ef til vill, í steinhæðir.
Reynsla
Kom fyrst frá Ágústu Jónsdóttur á Árskógssandi, hefur dafnað ágætlega bæði norðanlands og sunnan.
Yrki og undirteg.
Þekkt fleiri litaafbrigði en hvítt, til dæmis dökkfjólublátt. Lík völulykli (P. waltonii) en oftast minni og fíngerðari. Blómstönglar allt að 15 sm. Krónan klukkulaga, lillablá-blá eða hvít, augu mélug.