Primula luteola

Ættkvísl
Primula
Nafn
luteola
Íslenskt nafn
Mánalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósgulur, dekkri næst miðju.
Blómgunartími
Júní-júlí (vor-snemmsumar).
Hæð
20-35 sm
Vaxtarhraði
Meðalhraðvaxta.
Vaxtarlag
Lík hávöxnum afbrigðum af tyrkjalykli (P. auriculata ssp auriculata), en laufin er upprétt, lensulaga, hvass og reglulega tvísagtennt. Blaðhvirfingin opin.
Lýsing
Laufin 10-30 sm, lensulaga til oddbaugótt til öfuglensulaga, ekki mélug, hvass smátennt, niðursveigð, snubbótt eða bogadregin í oddinn, mjókka smám saman að grunni í vængjaðan legg. Blómskipunarleggur kröftugur, 15-35 sm, hvítmélugur efst. Blómskipun samhverf til kúlulaga, með 10-25 blóm í strjálblóma sveip. Stoðblöð bandlaga til lensulaga, 5-7 mm, grunnur útblásinn, blómleggir mélugir, 10-20 mm.Blóm trektlaga. Bikar bjöllulaga, 5-6 mm, flipar mélugir innan og á jöðrunum, lensulaga. Króna allt að 1,5 sm í þvermál, kragalaus, gul. Fræhýði hnöttótt, innilukt í bikarinn.
Uppruni
Dagestan í NA Kákasus.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf oft, helst annað hvert ár, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í kanta, sem undirgróður, við tjarnir og læki, norðan og austan við hús.
Reynsla
Gróskumikil og auðræktuð tegund. Vex við uppsprettur og í raklendi í heimalandi sínu. Í N1-L frá 1980 eða þar um bil og þrífst með ágætum.