Primula minima

Ættkvísl
Primula
Nafn
minima
Íslenskt nafn
Dverglykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðpurpura til föl lillableikur.
Blómgunartími
Síðla vors.
Hæð
5 sm
Vaxtarlag
Afar smágerð tegund, stinn lauf í blaðhvirfingum. Ekki mjög mélug, ögn skriðul. Blaðhvirfingar um það bil 2 sm breiddar.
Lýsing
Lauf 5-30 sm x 3-10 mm, fleyglaga, dökk, glansandi græn, breið í oddinn, djúptennt. Blómstöngull innan við 1 sm, blóm legglaus við blómgun.Stoðblöð allt að 0,6 mm, græn, mjó. Króna allt að 3 sm breið, föt skífa, rauðpurpura til föl lillableik með breitt, hvítt auga, stöku sinnum alhvít. Krónupípa hvít, um það bil 2 x lengd bikarsins. Flipar breið- og djúpsýldir.
Uppruni
Alpafjöll, Karpatafjöll, Balkanskagi.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Harðgerð planta, en stundum treg að blómstra, blómgast þó alltaf eitthvað á hverju ári. - Hefur verið í N1 frá 1986.