Primula mistassinica

Ættkvísl
Primula
Nafn
mistassinica
Íslenskt nafn
Kanadalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Fölbleikur, blápurpura, lillalitur, sjaldan hvít..
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
10-20 sm
Vaxtarlag
Mjög breytileg, venjulega ekki mélug eða gulmélug, myndar smáplöntur frá rótinni. Laufhvirfing við grunninn.
Lýsing
Lauf 0,5-7 x 0,2-1,6 sm, mjó, öfuglensulaga til spaðalaga, tennt á efri hluta laufanna, sum næstum heilrend, snubbótt eða bogadregin. Laufleggur aðeins hálf lengd laufblöðkunnar. Blómstönglar grannir, 3-21 sm, blómskipunin samhverf, upprétt, 1-10 blóma, stoðblöð allaga, 2-6 mm, grunnur þykkur, blómleggir grannir, 0,5-3,5 sm. Krónan allt að 2 sm í þvermál, hringlaga, fölbleik, lillalit, blápurpura, sjaldan hvít, pípan gul, augað gult eða appelsínugult. Flipar öfugegglaga sýldir. Fræhýði dálítið stærri en bikarinn, fræ 0,5 mm, slétt, óreglulega bogformuð.
Uppruni
Kanada, N Bandaríkin.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
3
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð með fjölærum jurtum, í kanta, í ker.
Reynsla
Lítt reynd enn sem komið er.
Yrki og undirteg.
var. macropoda (Fern.) Boiv. - mélug, opnar blaðhvirfingar, blöð öfuglensulaga-spaðalaga, mélug á neðra borði, blóm lilla til purpurableik með gulu auga.