Primula muscarioides

Ættkvísl
Primula
Nafn
muscarioides
Íslenskt nafn
Vætulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Purpurablár, rauðari í grunninn.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
30-40 sm
Vaxtarlag
Blaðhvirfingar með 40 sm löngum blómstönglum.
Lýsing
Lauf 10-20 x 3-5 sm, öfugegglaga, aflöng til oddbaugótt, jaðrar áberandi bog-bylgjutenntir, gljáandi og nær hárlaus á efra borði (eða lítillega dúnhærð), mjókka smám saman í vængjaðan lauflegg.Blómstönglar að 40 sm háir, yfirleitt hárlausir, ögn mélugir ofan til. Blóm í margblóma, þéttum kollum eða í axleitri blómskipan. Stoðblöð línulaga, allt að 1 sm löng. Blómin um 1 sm í þvermál, ilmandi, purpurablá, rauðari í grunninn, drjúpandi. Bikar allt að 5 mm langur, bjöllulaga, hárlaus. Krónupípa allt að 8 mm löng.
Uppruni
Kína.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð, í kanta.
Reynsla
Rækta á skjólgóðum stað í góðri birtu. (Er í uppeldi sem stendur (2014)).