Primula parryi

Ættkvísl
Primula
Nafn
parryi
Íslenskt nafn
Gyðjulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Rauðrófupurpura-purpura.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
20-40 sm
Vaxtarlag
Sterklegar plöntur, með langæjan, einkennandi trjákvoðuilm, ekki mélugar.
Lýsing
Lauf 10-33 x 1,5-6 sm, þakin stuttum kirtilhárum með legg, öfuglensulagatil aflöng-öfugegglaga, snubbótt eða næstum hvassydd, stundum broddydd, mjókka smám saman í sterklegan, vængjaðan stilk. Blómstönglar allt að 40 sm langir, sveipir 1 eða 2, leggir allt að 10 langir. Stoðblöð allt að 1,5 sm. Blóm allt að 20 í einhliða blómskipun. Bikar 8-15 mm, pípulaga, venjulega purpura, klofinn til hálfs. Pípa ögn lengri en bikarinn. Krónutunga skálaga, flipar breytilegir, skarast, ögn sýldir.
Uppruni
V Bandaríkin.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
4
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Þrífst vel bæði norðanlands og sunnan, gullfalleg tegund. Frá 1984 í N1, þrífst þar með ágætum.