Primula pedemontana

Ættkvísl
Primula
Nafn
pedemontana
Íslenskt nafn
Hlíðalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól (léttur skuggi).
Blómalitur
Dökkbleikur, hvítt auga.
Blómgunartími
Snemmsumars.
Hæð
10-12 sm
Vaxtarlag
Líkur P. hirsuta en lauf fleyglaga, allt að 3 sm breið, fremur þverstýfð í oddinn, næstum hárlaus á efra borði, oftast heilrend. Lauf í opnum hvirfingum.
Lýsing
Lauf 1,5-10 x 1-3 sm, öfugegglaga, aflöng-lensulaga eða spaðalaga, grunntennt til enda. Dökkrauðir kirtlar á blaðjöðrum, endar hára brúnleitir eða svartir. Blómstönglar venjulega lengri en laufin, um 12 sm á lengd, blómin í samhverfum sveip 1-16 saman, klukkulaga. Fræhýði +/- jafnlöng bikarnum.
Uppruni
Frakkland (Alpafjöll), Pyreneafjöll (V Spánn).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í ker.
Reynsla
Hefur reynst vel í garðinum og blómgast árlega. Í N1 frá 1986.