Primula prolifera

Ættkvísl
Primula
Nafn
prolifera
Íslenskt nafn
Sunnulykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
Aleuritia prolifera (Wall.) Soják
Lífsform
Fjölær, sígræn.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Föl-gullgulur eða mófjólublár.
Blómgunartími
Snemm sumars.
Hæð
70-90 sm
Vaxtarlag
Sígræn tegund, ekki mélug eða gulmélug á efri hluta blómstilka og bikar.
Lýsing
Lauf 50 x 10 sm, öfuglensulaga til tígullaga, grófhrukkótt, stutttennt, dökkgræn, gljáandi. Blaðleggir sverir, hvítir. Blómstönglar allt að 100 sm með 1-7 kransa, hver krans með 3-12 ögn hangandi blóm. Blómleggir stuttir við blómgun en lengjast í allt að 3 sm við aldinþroska. Stoðblöð 1-2 sm, bandlaga og styttri en bikarinn, en geta verið stór og lík laufblöðum. Blóm ýmist á jafnlöngum eða mislöngum leggjum. Bikar allt að 5 mm, pípulaga, 5-hyrnd. Krónan allt að 2 sm í þvermál, bollalaga, föl- til gullgul eða mófjólublá. Pípan 2-3 x lengri en bikarinn, flipar snubbóttir, bogadregnir, venjulega stutttenntir eða ögn skörðóttir.
Uppruni
Indland, Bútan, N-Burma, SV Kína, Indónesía.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
H1
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Skýld skrautblómabeð.
Reynsla
Hefur reynst fremur viðkvæm.