Primula pulverulenta

Ættkvísl
Primula
Nafn
pulverulenta
Íslenskt nafn
Glæsilykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Dökkrauður.
Blómgunartími
Júní-júlí.
Hæð
70-90 sm
Vaxtarlag
Hávaxinn lykill, mikið mélugur, laufin kröftug. Stór planta sem myndar margblóma, sumargræna breiðu.
Lýsing
Lauf að 30 x 8 sm, öfuglensulaga, bogadregin með óreglulegar tennur, fínhrukkótt, miðtaug hvítgrænleit. Laufleggir með vængi, illa afmarkaðir frá blöðkunni. Blómstilkar allt að 100 sm háir, hvítmélugir. Blóm í mörgum, fjölblóma krönsum. Bikar allt að 8 mm, hvítmélugur að innan, skiptur til hálfs í mjóa, hvassydda flipa. Krónan allt að 3 sm í þvermál, flöt skífa, venjulega fagurrauð með dökkt auga. Krónupípa um 2x lengri en bikarinn, flipar breiðir með djúpa sýlingu.
Uppruni
SV Kína.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í fjölæringabeð í góðu skjóli.
Reynsla
Lítt reynd hérlendis. Hefur verið í uppeldi af og til.