Primula reticulata

Ættkvísl
Primula
Nafn
reticulata
Íslenskt nafn
Netlykill*
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Rjómagulur, hvítur.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-45 sm
Vaxtarlag
Mjög misstórar plöntur. Jarðstöngll stuttur.
Lýsing
Laufleggir 4-40 sm langir blaðkan þar af 2-10 sm. Laufblaðkan lang-egglaga með sagtenntan eða stundum bugðóttan jaðar, bogadregin í oddinn og greinilega hjartalaga við grunninn. Laufin slétt á efra borði eða dálítið hrukkótt, hárlaus á neðra borði eða með lítt áberandi og stutt hár. Laufleggir 3-4 sinnum lengri en blaðkan. Blómstöngull 18-45 sm hár, grannur í fyrstu, seinna sverari og sterkbyggðari. Einn sveipur með bjöllulaga gul- eða hvítleit blóm á grönnum, 1-5 sm löngum blómleggjum. Innstu blómin á meira eða minna uppréttari leggjum, en þau ytri með meira drúpandi blóm. Bæði blómkrónan og bikarinn dálítið mjölvuð. Krónan 1-2 sm í þvermál, ilmgóð.
Uppruni
SA Tíbet, M Nepal, Sikkim, V Bútan.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,12
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í beð, í blómaengi.
Reynsla
Í uppeldi í garðinum. Ræktun upp af fræi er ekki erfið en meira mál getur verið að halda lífi í plöntunum til frambúðar.