Primula rusbyi

Ættkvísl
Primula
Nafn
rusbyi
Íslenskt nafn
Auðnalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Bleikrauður, purpurableikur, djúppurpura.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
15-30 sm
Vaxtarlag
Upprétt, flott planta. Lauf 3-8 x 1-2,5 sm, oddbaugótt til spaðalaga, upprétt, ekki mélug, heilrend eða smátennt, kirtilhærð einkum á neðra borði, hvassydd, snubbótt eða bogadregin, laufleggur með væng, mjög stuttur, allt að 2 x lengd blöðkunnar, með slíður við grunninn.
Lýsing
Blómskipunarleggir 6-20 sm, oft með hvíta mélu efst, blómskipunin oft hliðsveigð, 4-12 blóma, stoðblöð egglaga til lensulaga, 3-8 mm, mélug, grunnur skaraður, blómleggir 1-3,5 sm, hvítmélugir. Bikar pípulaga til hálfbjöllulaga, flipar lensulaga, yddir, purpuramengaður. Krónan hringlaga eða næstum hringlaga, bleikrauð til purpurableik til djúppurpura, allt að 2 sm í þvermál, augað gult með fagurrauðan jaðar, pípan fölgræn, flipar öfughjartalaga, dálítið innsveigð.Rauðfjólublá blóm með gulu auga.
Uppruni
SA Arizona, SV Nýja Mexikó.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
7
Heimildir
= 1, www.efloras.org/florataxon.aspx?flora_id=1&taxon_id=250092248
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð, í kanta.
Reynsla
Þrífst vel í Lystigarðinum.