Primula rusbyi

Ættkvísl
Primula
Nafn
rusbyi
Ssp./var
v. ellisiae
Höfundur undirteg.
(Pollard & Cockerell) L. O. Williams
Íslenskt nafn
Ásalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
Réttara: = Primula ellisiae Pollard & Cockerell
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól til hálfskuggi.
Blómalitur
Rauðpurpura til fjólublár.
Blómgunartími
Sumar.
Hæð
15-20 sm
Vaxtarlag
Plantan myndar toppa sem hverfa alveg niður í jarðveginn að vetrinum.
Lýsing
Lauf 5-15 x 1,5-3 sm, sporbaugótt til aflöng-sporbaugótt eða öfuglensulaga, snubbótt eða ydd, mjókka smám saman að grunni, fíntennt, límug. Blómstönglar allt að 20 sm, mélugir ofantil. Blóm í 4-8 blóma sveipum. Stoðblöð 3-9 mm. Blómleggir allt að 4 sm, hvítmélugir, mislangir. Bikar allt að 1,3 sm, flipar kögrarðir af mélu, mynda 10 rif neðantil, brúnleitir og hvítmélugir til skiptis. Króna 1,5-3 sm í þvermál, flöt skífa, með kraga, rauðrófupurpura til fjólublá með gult auga. Krónupípa jafnlöng bikarnum, flipar breiðir, skarast, grunn- eða djúpskertir, ögn samanbrotnir eftir miðlínunni.
Uppruni
Bandaríkin.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
7
Heimildir
2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf oft til að missa ekki plöntuna.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð.
Reynsla
Í steinhæðinnni (P13-D21 20060355), þar frá 2007 og hefur staðið sig með prýði og blómgast þó nokkuð. Þolir illa vetrarraka, skýla ef þörf krefur.