Primula saxatilis

Ættkvísl
Primula
Nafn
saxatilis
Íslenskt nafn
Klettalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Bleiklilla / gult auga.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Líkist mjög sjafnarlykli en er með mun lengri blómstilka (2-4 sm).
Lýsing
Lauf 6-20 x 3-6 sm, aflöng til egglaga-aflöng, grunnskert í óreglulega, bogadregna, heilrenda eða tennta flipa, hrokknir, þaktin löngu hári, snubbótt eða bogaregin, grunnur hjartalaga, laufleggur með mjóa vængi. Blómstönglar allt að 30 sm, blómskipunin með 3-15 blómum, stoðblöðin styttri en blómleggurinn, lensulaga, ydd, blómleggir 2-4 sm, hárlaus eða ögn dúnhærð. Bikar næstum hárlaus, verður keilulaga, flipar lensulaga, hvassyddir. Krónan bleik-lilla, allt að 2-3 sm í þvermál, flipar öfugegglaga, djúptsýldir.
Uppruni
NA Asía
Sjúkdómar
Engir.
Harka
4
Heimildir
= 1
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í skuggsælt beð á skýldum stað.
Reynsla
Ljómandi falleg tegund.