Primula sikkimensis

Ættkvísl
Primula
Nafn
sikkimensis
Íslenskt nafn
Kínaverjalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Samheiti
P. sikkimensis Hook. f. v. pudibunda (W.W.Sm.) W.W.Sm. & H.R.Fletcher
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Brennisteinsgulur, rjómagulur eða beinhvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
40-80 sm
Vaxtarlag
Langlífur fjölæringur, meðalstór til kröftugur.
Lýsing
Laufblöð allt að 40 x 7 sm, öfugegglaga til oddbaugótt, bogadregin í oddinn, mjókka að grunni, oft glansandi og hrukkótt, dökkgræn, blaðleggurinn styttri en blaðkan. Blómstönglar allt að 90 sm háir, grænir, rjóma- til gulmélugir ofan til, með 1 eða 2 sveipi, hvor um sig með 20 eða fleiri drúpandi blóm.Blómleggir allt að 10 sm, grannir, mélugir. Bikar allt að 1,2 sm, mjög mélugur, 5-tauga, flipar ögn aftursveigðir. Króna allt að 3 x 3 sm, brennisteinsgul, rjómagul eða sjaldan beinhvít með sætan ilm, pípa nær fram úr bikarnum, flipar heilir eða grunnsýldir. Fræhýði ná ögn fram úr bikarnum (er ögn lengri en bikarinn). Fræ um það bil 2 mm.
Uppruni
Nepal, Indland, SV Kína (Himalajafjöll).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
6
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður, í blómaengi, í fjölæringabeð.
Reynsla
Hefur reynst vel í Lystigarðinum.
Yrki og undirteg.
var. pudibunda (Balf. f. & Cooper) W.W. Sm. & Fletcher. Háfjallaafbrigði af aðaltegund. Er minni í heimkynnum sínum með gul, smá blóm en lítt frábrugðin aðaltegund í ræktun. Heimk.: Nepal, Indland, NV Kína. ------------------------ var. hoppeana (Balf. f. & Cooper) W.W. Sm. & Fletcher. Minni að öllu leyti en aðaltegund, blómin hvít eða fölgul, lýsast með aldrinum. Heimk.: Bhutan, Tíbet í 4500-5000 m hæð.