Primula veris

Ættkvísl
Primula
Nafn
veris
Íslenskt nafn
Sifjarlykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, (hálfskuggi).
Blómalitur
Gullgul með appelsínugulan eða rauðan blett við grunn.
Blómgunartími
Maí.
Hæð
20-30 sm
Vaxtarlag
Blaðhvirfing með upprétt lauf í fyrstu en verða smátt og smátt útbreiddari eftir því sem líður á sumarið. Blómstönglar stinnir, uppréttir.
Lýsing
Lauf 5-20 x 2-6 sm, jarðlæg eða upprétt, egglaga til egglaga-aflöng, gróf og óreglulega tennt, oddur bogadreginn til snubbóttur, laufblaðkan mjókkar smám saman í mjóan vængjaðan legg. Blómstönglar allt að 30 sm háir, dúnhærðir smáum gráum hárum, með allt að 16, ilmandi, meira og minna drúpandi blóm í nær einhliða sveip. Bikar 8-15 mm, stutthærður, flipar yddir. Króna allt að 3 sm breið, bollalaga eða flöt skífa, gullgul með appelsínugulan eða rauðan blett við grunn hvers flipa. Krónupípa nær út úr bikarnum, flipar eru breiðir, skarast og eru grunnsýldir.
Uppruni
Evrópa, V Asía.
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að hausti, sáning að vori (fræ þarf ekki kuldatímabil).
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í kanta, í fjölæringabeð, í breiður.
Reynsla
Ein útbreiddasta prímúlutegundin, mjög algeng og víða ræktað. Blómgast snemma vors og er alveg ómissandi í garða. Blandast gjarnan með huldulykli og/eða laufeyjarlykli. Tegundin og allar undirtegundir þrífast afar vel bæði norðan- og sunnanlands.
Yrki og undirteg.
ssp. veris Laufblaðkan mjókkar snögglega að blaðleggnum, venjulega hærð á neðra borði, bikar ekki lengri en 1,5 sm. Krónan allt að 1,2 sm breið, bollalaga, krónupípan jafnlöng bikarnum.Heimkynni: Evrópa, Íran, Tyrkland, Rússland. --------------------ssp. canescens (Opiz) Lüdi. Lauf mjókka smám saman að laufleggnum, grádúnhærð á neðra borði, bikar 1,6-2 sm. Krónan 8-20 mm í þvermál, grunn skállaga, krónupípa jafnlöng bikarnum. Heimkynni: Evrópa (Alpafjöll, Pýreneafjöll, og fjöll á Spáni). ------------------ssp. columnae (Tenore) Lüdi. Laufblaðkan endar snögglega við lauflegginn, með hvít hár á neðra borði. Bikar 1,6-2 sm, krónan 1-2,2 sm í þvermál, flöt skífa. Krónupípa nær fram úr bikarmunnanum. Heimk.: Fjöll á M Spáni, M Ítalíu, N-Grikklandi og NA Tyrklandi. ------------------ssp. macrocalyx (Bunge) Lüdi. Laufblaðkan mjókkar smám saman að laufleggnum, með grá há eða hárlaus á neðra borði. Bikar 1,5-2 sm, keilulaga, þétthærður. Krónan 1,8-2,8 sm í þvermál, flöt skífa, krónupípan nær fram úr bikarnum. Heimkynni: SA Rússland, Kákasus, S Mið-Asía til A Síberíu.