Primula verticillata

Ættkvísl
Primula
Nafn
verticillata
Íslenskt nafn
Kransalykill*
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt, sígræn.
Kjörlendi
Dálítill skuggi.
Blómalitur
Gulur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
Allt að 80 sm
Vaxtarlag
Stórar plöntur, allt að 80 sm háar, með lítið eitt af gráu méli. Sígræn, lauf uppundin í brumlegunni.
Lýsing
Lauf allt að 30 x 8 sm, breiðlensulaga, grágræn, hárlaus, fín- og stundum tvísagtennt ofantil með allt að 12 hliðarstrengi. Laufleggir með breiða vængi, allt að 10 sm langir. Blómstönglar 10-60 sm (-80 sm) með allt að 4 kransa, hver með allt að 18 gullgul blóm. Stoðblöð líkjast laufunum. Krónan 1,5-2,5 sm í þvermál, flöt skífa, blómleggir jafnlangir. Fræflar rétt innan við krónuopið. Krónupípan 2,3-3,8 sm, mjög grönn, flipar heilir eða grunnsýldir. Stílar mislangir, ná stundum út úr blóminu. Fræhulstur kúlulaga, langæ.
Uppruni
SV Arabíuskagi, NA Afríka.
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting, sáning.
Notkun/nytjar
Í ker.
Reynsla
Hefur verið reynd í garðinum en ekki lifað lengi, er sennilega í viðkvæmari kantinum en verðugt verkefni fyrir safnara. Tegundir í þessari deild eru oft ræktaðar í óupphituðu gróðurhúsi erlendis. Haldið þurrum og í fullri birtu yfir veturinn en í á svölum, rökum stað í léttum skugga yfir sumarið