Primula x bullesiana

Ættkvísl
Primula
Nafn
x bullesiana
Íslenskt nafn
Blendingslykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi, skjól.
Blómalitur
Appelsínugulrauður.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
30-70 sm
Vaxtarlag
Primula bulleyana x P. beesiana. Breytilegir blendingur milli foreldranna. Blóm appelsínugul eða ljóspurpurarauð.
Lýsing
Líkist báðum foreldrunum.
Uppruni
Garðablendingur.
Sjúkdómar
Engir.
Heimildir
= 1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf oft, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í skýld skrautblómabeð.
Reynsla
Flokkur blendinga kransalykils (P. bulleyana) og hæðalykils (P. beesiana), eitthvað ræktaðir hér en fremur viðkvæmir og þarf að rækta á besta stað í garðinum.
Yrki og undirteg.
Stofnar (Strains) eru t.d.'Asthore Hybrids', 'Sunset Strains', 'Harlow Carr' og fleiri eru með litskrúðug blóm, heldur viðkvæmir.