Primula x forsteri

Ættkvísl
Primula
Nafn
x forsteri
Íslenskt nafn
Urðalykill
Ætt
Maríulykilsætt (Primulaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól, hálfskuggi.
Blómalitur
Ljósrauðfjólublár / hvitt auga.
Blómgunartími
Maí-júní.
Hæð
5 sm
Vaxtarlag
Töluvert breytileg tegund. Blendingur dverglykils (P. minima) og roðalykils (P. hirsuta). Millistig milli foreldra.
Lýsing
Stór ljósrauð blóm, laufblöð gróftennt framan til, myndar dálitlar breiður, algengari í ræktun en dverglykillinn.
Uppruni
Austurríki (Alpar).
Sjúkdómar
Engir.
Harka
5
Heimildir
1,2
Fjölgun
Skipting að vori eða hausti, skipta þarf oft, sáning að hausti.
Notkun/nytjar
Í kanta á skýldum skrautblómabeðum, í steinhæðir, í ker.
Reynsla
Nokkuð harðgerð og blómviljug tegund.
Yrki og undirteg.
Primula x forsteri f. bilekii (sbr. mynd) - lauf kirtildúnhærð, fleiri tennur og styttri en á aðaltegundinni, blóm oftast 2 saman, blóm skærrauðari.