Prosartes hookeri

Ættkvísl
Prosartes
Nafn
hookeri
Íslenskt nafn
Mjólkurskriðlilja
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Disporum hookeri (Torr.) Nicholson
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Grænhvítur.
Blómgunartími
Júlí.
Hæð
30-100 sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með skríðandi jarðstöngla. Stönglar uppréttir eða útstæðir, laufóttir, lítið eitt greinóttir. Laufin egglaga eða lensulaga, stakstæð, legglaus eða á stuttum legg. Lauf er hært neðan í fyrstu, en hárin hverfa með aldrinum. Laufin lykja ekki um stöngulinn neðst.
Lýsing
Blómstönglar 30-100 sm háir. Lauf 3-14 sm, lensulaga til egglaga, lykja venjulega nokkuð um stöngulinn, snörp eða stutthærð neðan, jaðar með hár sem vita fram á við. Blóm 1-3 í knippi, grænhvít. Blómhlífarblöð 9-20 mm, dálítið útflött neðst. Fræflar lengri eða styttri en blómhlífarblöðin. Frjóhnappar hárlausir eða hærðir, styttri en frjóþræðirnir. Stíll hárlaus eða með stutt hár neðantil. Ber rauð, oftast með 4-6 fræ.
Uppruni
NV N-Ameríka.
Heimildir
= 2
Fjölgun
Sáning eða skipting að vorinu.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.
Yrki og undirteg.
v. hookeri Lauf snörp neðan. Fræflar venjulega styttri en blómhlífarblöðin. Stíll venjulega hárlaus. ---------v. oreganum (Vatson) Jones (syn.: Disporum oreganum (Watson) Howell.) Lauf stutthærð neðan. Fræflar oftast lengri en blómhlífarblöðin. Stíll yfirleitt með stutt hár neðantil. ---------