Prosartes smithii

Ættkvísl
Prosartes
Nafn
smithii
Íslenskt nafn
Klukkuskriðlilja*
Ætt
Liljuætt (Liliaceae).
Samheiti
Disporum smithii (Hooker) Piper
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur eða grængulur.
Blómgunartími
Júní- júlí.
Hæð
10-50 (-100) sm
Vaxtarlag
Fjölæringur með skríðandi jarðstöngla. Stönglar uppréttir eða útstæðir, laufóttir, lítið eitt greinóttir. Laufin egglaga eða lensulaga, stakstæð, legglaus eða á stuttum legg. Lauf hárlaus að mestu. Laufin lykja ekki um stöngulinn neðst.
Lýsing
Blómin sívöl til bjöllulaga, stök eða í fáblóma sveip, endastæðum, hvít eða grængul, oftast álút. Blómhlífarblöð 6, hvít eða með græna slikju, ekki samvaxin, oft ögn útblásin neðst allt að 3 sm löng.Blóm 2-6 í knippi, blómhlífarblöð 1-3 sm. Fræflar styttri en blómhlíarblöðin. Stíll allur stutthærður. Ber appelsínugul til rauð með 5-9 fræjum.
Uppruni
Vesturströnd N Ameríku.
Heimildir
= 1, 2, https.//en.wikipedia.org/wiki/Prosartes-smithii
Fjölgun
Sáning eða skipting að vorinu.
Notkun/nytjar
Sem undirgróður.
Reynsla
Ekki í Lystigarðinum 2015.