Prunella laciniata

Ættkvísl
Prunella
Nafn
laciniata
Íslenskt nafn
Dúnblákolla
Ætt
Varablómaætt (Lamiaceae).
Lífsform
Fjölær jurt.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi.
Blómalitur
Gulhvítur, sjaldan rósrauð-bleikur eða purpura.
Blómgunartími
Júlí-ágúst.
Hæð
- 30 sm
Vaxtarlag
Þéttdúnhærð fjölær jurt. Stönglar allt að 30 sm háir. Lauf allt að 7 x 3 sm, efstu laufin fjaðurskipt, neðri laufin flipótt eða fjaðurskipt, laufleggur enginn eða allt að 4 sm langur.
Lýsing
Blómskipunin með eitt par af háblöðum, stoðblöð 10 x 15 mm. Bikar 10 mm, efri vörin þverstýfð, tennurnar vart greinanlegar, tennur á neðri vörinni band-lensulaga, allt að 2,5 mm, kögraðar. Króna allt að 18 mm, gulhvít, sjaldan rósrauð-bleik eða purpura.
Uppruni
SV & M Evrópa.
Harka
6
Heimildir
= 1
Fjölgun
Sáning, skipting.
Notkun/nytjar
Í steinhæðir, í beð.
Reynsla
Þrífst vel.