Prunus avium

Ættkvísl
Prunus
Nafn
avium
Yrki form
Early Rivers
Íslenskt nafn
Fuglakirsi
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Samheiti
Plum 'Early Rivers' , Prunus domestica 'River's Early Prolific', Prunus domestica 'Early Prolific'
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 10 m
Vaxtarlag
Þéttvaxið, útbreitt, lauffellandi ávaxtatré.
Lýsing
Early Rivers er þéttvaxið, útbreitt, sumargrænt ávaxtatré með egglaga til oddbaugótt, tennt, milligræn lauf. Blómin koma að vorinu, eru hvít og seinna koma egglaga-hnöttótt blá-purpura steinaldin með gulgrænt hold, ná fullum þroska síðsumars (a.m.k. erlendis). &
Uppruni
Yrki.
Harka
Z3
Heimildir
http://www.shootgardening.co.uk,
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Nokkur mismunandi tré í þyrpingu.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðfengin planta sem gróðusett var í beð 2005, brotin 2009 og léleg 2011, engin blóm.