Prunus avium

Ættkvísl
Prunus
Nafn
avium
Yrki form
Van
Íslenskt nafn
Fuglakirsi
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
5-6 m
Vaxtarhraði
Meðalvaxtarhraði.
Vaxtarlag
Kröftugt, upprétt tré.
Lýsing
Upprétt tréð sem verður 5,5-6,1 m hátt og 4,6-6,1 m breitt, með fallegan börk. Trén eru kröftug og auðræktuð og bera ríkuleg uppskera af ljúffengum, sætum kirsiberjum. Trén eru líka er mjög skrautleg. Laufið er djúpgrænt, gljáandi, sagtennt og þau þekja krónuna allt sumarið. Trén blómstra mikið á vorin, þá birtast klasar af hvítum blómum með sætum ilm. Blómin eru bollalaga, með 5 krónublöð. Safarík, sæt og rauð kirsuberin eru í klösum eða stök, oftast þroskuð um mitt sumar (erlendis).
Uppruni
Upprunalega blendingur frá V Asíu.
Harka
Z3
Heimildir
http://www.learn2grow.com
Fjölgun
Græðlingar.
Notkun/nytjar
Tréð er ekki sjálffrjóvgandi og því þarf að gróðursetja annað kirsuberjatré (af sætum kirsuberjum) rétt hjá Prunus avium Van svo að það tré þroski einhverja teljandi uppskeru. Mælt er með yrkinu Bing til víxlfrjóvgunarinnar.Sæt kirsuber vaxa best þar sem vetur eru langir og svalir og sumrin eru þurr. Lítill sumarraki tryggir að aldinin verð sem sætust og springa ekki meðan þau eru að þroskast. Öll yrki af sætum kirsuberjum þurfa fulla sól og vel framræstan jarðveg, sem er meðalfrjór. Sendinn og leirkenndur jarðvegur er bestur. Trén þroska betur aldin ef þau eru snyrt árlega. Snyrtið/klippið trén þegar þau eru í dvala bæði til að forma þau betur eða bara til að fjarlægja óæskileg rótarskot. Kirsuberin geta aðeins lifað þar sem vetur eru kaldir og þurfa árlega kulda í 1000 til 1500 klukkustundir til að blómstra mikið og þroska góða uppskeru. Fuglakirsið 'Van' er harðgert fuglakirsiyrki sem ber bæði góð ber og er líka allmennt séð allsherjar frjóberi fyrir flest önnur kirsuberjayrki. Aldinin eru ögn minni en Bing, en uppskeran meiri. Verndið þroskaða ávexti fyrir fuglum, (fuglanet er vinsæl aðferð), njótið að borða berin fersk, niðursoðin eða bökuð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein aðfengin planta, sem plantað var í beð 2005, illa farin og brotin 2011.