Prunus besseyi

Ættkvísl
Prunus
Nafn
besseyi
Íslenskt nafn
Skriðheggur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi hálfrunni.
Kjörlendi
Sól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 1,2 m
Vaxtarlag
Marggreindur hálfrunni, allt að 1,2 m hár, uppréttur eða oftast jarðlægur.
Lýsing
Lauf allt að 4,5×1,5 sm, egglaga-oddbaugótt eða aflöng-öfugegglaga, ydd, sjaldan snubbótt, grunnur fleyglaga, neðri hluti laufanna hvasstenntur, hárlaus. Laufleggir allt að 6 mm langir, axlablöð bandlaga, með kirtiltennur. Blóm allt að 12 mm breið, 3-4 saman. Blómleggir allt að 7 mm langir, hárlausir, með kirtla, bikar hárlaus krónublöð 6 mm, aflöng-egglaga, mjókka að nöglinni. Steinaldin allt að 18 mm í þvermál, hnöttótt eða dálítið aflöng, svört til rauð og gul. Steinar allt að 1×0,8 mm, hálfhnöttóttir til egglaga, snubbóttir í oddinn, grunnur bogadreginn eða dálítið þverstýfður.
Uppruni
V N-Ameríka.
Harka
Z3
Heimildir
1, 2
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Í beð, í stórar steinhæðir.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1984 og gróðursett í beð 1988, falleg t.d. 1990, dálítið kal gegnum árin, brotin og aðþrengd 2011.