Prunus cerasus

Ættkvísl
Prunus
Nafn
cerasus
Íslenskt nafn
Kirsiberjatré
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni eða tré.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Vor.
Hæð
- 6 m
Vaxtarlag
Stór og mikill runni eða lítið tré með hvelfda krónu allt að 6 m hátt. Ungar greinar hárlausar.
Lýsing
Lauf 6,5×3,5 sm, mjó-egglaga til oddbaugótt-öfugegglaga, ydd, fín- og sagtennt dökk glansandi græn ofan, hárlaus, stöku sinnum ögn dúnhærð neðan þegar þau eru ung, Laufleggir 1,5 sm hárlaus, oft með kirtla. Blóm 23 mm í þvermál, hvít, í legglausum sveipum með allmörg blóm. Blómleggir allt að 3 sm, bikartrekt er breið-krukkulaga. Steinaldin 18 mm í þvermál, hálfhnöttótt, dökkrauð, steinar 8×7 mm, oddbaugóttir.
Uppruni
SA Evrópa til Indlands, Íran, Kúrdistan.
Harka
Z3
Heimildir
1, http://en.hortipedia.com, http://jacqeline-cross.suite101.com
Fjölgun
Sáning.
Notkun/nytjar
Sem stakstætt tré eða í beð.
Reynsla
1, http://en.hortipedia.com, http://jacqeline-cross.suite101.com
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Cerasus vulgaris Mill.