Prunus maackii

Ættkvísl
Prunus
Nafn
maackii
Íslenskt nafn
Næfurheggur*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi,stór runni - margstofna lítið tré.
Kjörlendi
Sól-hálfskuggi.
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní.
Hæð
6-10 m
Vaxtarlag
Krónumikill, vex í garðinum sem margstofna stórgerður runni með nokkrar sverar greinar út frá stofni sem allar sveigjast út og upp á við. Tré allt að 10 m hátt í heimkynnum sínum eða allt að 6 m, með útstæðar greinar. Börkur dökkgrár, þakinn með mjóum gagnsæjum, þunnum næfrum, eins og börkur á birki. Ungar greinar eru dúnhærðar.
Lýsing
Lauf 10×5 sm, oddbaugótt eða aflöng, broddydd, bogadregin við grunninn. Axlablöð 7 mm, bandlaga, dökkpurpura, með aflanga kirtla. Blómin í 10-20 blóma klösum, blómleggir nokkuð drúpandi. Bikartrekt egglaga, flipar yddir, egglaga, með kirtiltennur. Krónublöð hvít, aflöng. Fræflar lengri en krónublöðin, stíll grannur, dúnhærður. Steinaldin 5×4 mm, egglaga-hnöttótt, þurr, svört.
Uppruni
Kórea, Mansjúría.
Harka
Z3
Heimildir
1, http://www.northscaping.com
Fjölgun
Sumargræðlingar, sáning.
Notkun/nytjar
Í runnabeð, stakstæð, þyrpingar.Næfurheggur er næmur fyrir ýmiskonar skorkvikindum og sjúkdómum og þess vegna hefur hann tilhneiging til að verða ekki gamall (20-40 ára). Samt sem áður er það vel þess virði að rækta hann.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var til 1981 og gróðursett í beð 1988, óx vel og varð stór runni eða marstofna tré, sem brotnaði síðvetrar 2011, bar áður mikið af blómum og aldinum. Lifir og er að endurnýja sig (2012).
Yrki og undirteg.
'Amber Beauty' óreglulegt vaxtarlag, uppsveigðar greinar, hollenskt úrval. Ekki til í Lystigarðinum.
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Padus maackii (Rupr.) Kom.