Prunus padus

Ættkvísl
Prunus
Nafn
padus
Íslenskt nafn
Heggur
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi tré.
Kjörlendi
Sól - hálfskuggi
Blómalitur
Hvítur.
Blómgunartími
Júní-júlí
Hæð
6-12 m
Vaxtarlag
Þétt, hvelfd króna, dökkbrúnn þefillur börkur, brum nokkuð stór. Vex hérlendis sem margstofna tré eða stór runni. Lauffellandi tré sem verður allt að 15 m hátt í heimkynnum sínum. Greinarnar útsveigðar, ungar greinar smádúnhærðar en verða hárlausar.
Lýsing
Lauf 9×6 sm, öfugegglaga til oddbaugótt eða mjó-öfugegglaga, oddur snögg-odddreginn, grunnur snubbóttur til bogadreginn, hvasstennt, hárlaus, nema dúnhærð á æðastrengjum á neðra borði. Laufleggir allt að 1,5 sm langir, hárlausir, með tvo kirtla við grunn blöðkunnar. Blóm allt að 1,5 sm í þvermál, hvít, í fjölblóma, hárlausum til dúnhærum klösum allt að 12 sm löngum. Bikartrekt breið-öfugkeilulaga, flipar egglaga, kirtiltenntir. Krónublöð allt að 6 mm, kringlótt, gistennt, fræflar stuttir. Steinaldin hnöttótt, á stærð við baunir, svört. Steinar eru egglaga, snarpir.
Uppruni
Evrópa, V Asía til Kóreu og Japan.
Sjúkdómar
Blaðlús.
Harka
Z3
Heimildir
1,7, http://www.pfaf.org
Fjölgun
Rótarsprotar, sáning, grunnar rætur.
Notkun/nytjar
Í þyrpingar, stakstæð tré, í beð.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til nokkrar plöntur. Þrjár gamlar plöntur, margstofna, þrífast vel, blómstra mikið árlega. Tvær ágætar plöntur sem sáð var til 1978 og gróður settar í beð 1983, ekkert kal hin síðari ár og blómstra árlega. Ein planta sem sáð var til 1992 og gróðursett í beð 1994, er ágæt, um 3 m há, ekkert kal. Tvær fallegar plöntur sem sáð var til 1994, gróðursettar í beð 2004, margstofna, lítið eða ekkert kal. Ein sem sáð var til 2003 og gróðursett í beð 2007.