Prunus pedunculata

Ættkvísl
Prunus
Nafn
pedunculata
Íslenskt nafn
Síberíumandla*
Ætt
Rósaætt (Rosaceae).
Lífsform
Lauffellandi runni.
Kjörlendi
Sól og skjól.
Blómalitur
Bleikur.
Blómgunartími
Vor-snemmsumars.
Hæð
- 2 m
Vaxtarlag
Lauffellandi, uppréttur, ávalur runni allt að 2 m hár, getur orðið hátt tré. Greinar gleiðgreindar.
Lýsing
Lauf allt að 5×1 sm aflöng-öfugegglaga eða aflöng-egglaga, odddregin, grunnur fleyglaga, hvasstennt, randhærð-dúnhærð. Laufleggir allt að 5 mm, axlablöð mjó, allt að 4 mm. Blómin bleik, stök, blómleggir allt að 8 mm, randhærðir. Bikartrekt allt að 5×4 mm, bjöllulaga-bikarlaga, hárlaus, flipar breið-þríhyrndir, baksveigðir. Krónublöð allt að 1 sm í þvermál, breið-kringlótt. Stíll hárlaus, eggleg þéttdúnhærð, Steinaldin 1 sm, egglaga eða aflöng-egglaga, dúnhærð. Steinar egglaga, mjög ljósbrúnir, snarpir en ekki holóttir.
Uppruni
Síbería.
Harka
Z4
Heimildir
1, http://www.gardening.eu
Fjölgun
Sáning, græðlingar.
Notkun/nytjar
Ung tré þurfa stuðning með sterkum prikum, einkum þar sem vindasamt er, svo að laufið rifni ekki af og plantan eigi auðveldara með að festa rætur.Vökvið eftir þörfum. Einkum eru það ungar plöntur sem þarfa vökva, en gömlum plöntum nægir oftast rigningin.Berið áburð á snemma vors eða að haustinu, notið lifrænan áburð eða gamlan búfjáráburð, blandið nokkrum fötum saman við moldina kringum trjástofninn annað eða þriðja hvert ár eða þegar tréð er gróðursett.
Reynsla
Í Lystigarðinum er til ein planta sem sáð var 2000 og gróðursett í beð 2004, þrífst ekki vel, mikið kalin 2011.
Útbreiðsla
Löglegt nafn samkvæmt The Plant List of Royal BG, Kew and Missouri BG (2011) er: Amygdalus pedunculata Pall.